UPSTAIRS verkefnið er styrkt af Erasmus+ og miðar að skapandi tilfærslu milli skólastiga, sem leiðir af sér hamingjusöm og sjálfsörugg börn.
Hvers vegna ákváðum við að hrinda þessu verkefni í framkvæmd?
Aðstæður tilfærslu úr leikskóla í grunnskóla geta haft gríðarleg mótunaráhrif á árangur í skóla og þroska barna. Þessari tilfærslu fylgja ýmsar áskoranir sem tengjast flóknari félagsþroska, ólíku dagskipulagi, nýju umhverfi, kennurum og aðbúnaði. Það er því afar mikilvægt að bjóða upp á heildræna kennslufræðilega nálgun sem styður börn og fjölskyldur þeirra til að takast á við verkefnið af sjálfstrausti og seiglu.
HVERJIR KOMA AÐ UPSTAIRS VERKEFNINU
DV Pahuljica (Kindergarten Snowflake) starfar sem sjálfstæð stofnun á 4 stöðum og tryggir þjónustu leikskóla- og leikskólafræðslu á eyjunni Rab í Króatíu. Auk þess að bjóða upp á hefðbundna 10 stunda leikskólavistun býður leikskólinn upp á sérstakt nám fyrir börn, ensku og tónmenntarkennslu sem hefur hlotið viðurkenningu króatíska menntamálaráðuneytisins.
VEFSÍÐA: www.dvp.hr
VEFSÍÐA: www.uken.krakow.pl/en/
IDEC er ráðgjafafyrirtæki staðsett í Piraeus, Grikklandi, stofnað árið 1989. Starfsemi þess felst í þjálfun, stjórnunarráðgjöf, gæðatryggingu, mati og þróun stafrænna lausna fyrir bæði einkageirann og hið opinbera. Viðskiptavinir IDEC eru af öllum stærðargráðum og frá ólíkum starfsvettvangi.
VEFSÍÐA: idec.gr
Akata Makata leikskólinn er staðsettur í hjarta miðbæjar Larissa, vel skipulagðrar borgar í Grikklandi. Nemendahópurinn eru börn úr borginni og nærliggjandi héröðum auk barna með blandaðan uppruna eða bakgrunn. Börnin og þarfir þeirra eru grunnlínan, hjá Akata Makata eru öll börn einstök. Námið sem þau veita tekur tillit til persónuleika hvers barns, tungumáls, menningar og félagslegrar stöðu.
VEFSÍÐA: www.akatamakata.eu
Little Steps er einkarekinn leikskóli í Sofíu, Búlgaríu. Þar er boðið upp á leikskóladvöl og menntun á ensku. Einkunnarorð þeirra eru „Við bjóðum upp á hlýlegt, öruggt og nærandi umhverfi sem ýtir undir náttúrulega forvitni hvers barns til að læra“. Leikskólinn er hluti af Azbuki, sem spanna þrjú menntunarstig nemenda.
VEFSÍÐA: www.azbuki-school.bg
Skólasamfélagið AGRUPAMENTO DE ESCOLAS JOSÉ ESTÊVÃO í Portúgal vinnur með nemendum frá 3 ára til 20 ára. Ólíkir nemendur þróa færni sína á mismunandi stöðum í Aveiro. Skólasamfélagið er leiðandi í þjálfun starfsmanna skóla á Aveiro svæðinu.
VEFSÍÐA: www.aeje.pt
CEIP Dama de Guardamar er opinber skóli, staðsettur í strandbænum Alicante á Spáni og býr yfir nokkuð merkilegri og sögulegri menningararfleifð. Aðferðafræði skólans byggir á hugsmíðahyggjunámi, þar sem samvinnu-, tilrauna- og framkvæmdaverkefni eru mest áberandi og allt menntasamfélagið tekur virkan þátt í þeim.
VEFSÍÐA: www.portal.edu.gva.es
Urriðaholtsskóli var stofnaður árið 2018. Hann er sameiginlegur leik- og grunnskóli og miðar að opinni kennslu, íþróttum og vistfræði. Gildi skólans eru virðing, ábyrgð og umhverfi. Nemendur og starfsfólk eru hvött til að leggja sig fram í leik og starfi. Í leikskóla er lögð áhersla á náin tengsl samfélags, náttúru og skólastarfs. Því leggur skólinn rækt við útikennslu og heildstæð verkefni nemenda.
VEFSÍÐA urridaholtsskoli.is
Um:
UPSTAIRS verkefnið er styrkt af Erasmus+ og miðar að skapandi tilfærslu milli skólastiga, sem leiðir af sér hamingjusöm og sjálfsörugg börn.
Erasmus+
Styrkt af Evrópusambandinu. Álit og skoðanir sem settar eru fram eru í nafni höfunda og endurspegla ekki endilega skoðanir Evrópusambandsins eða Framkvæmdastofnunar Evrópu um mennta- og menningarmál (EACEA). Hvorki Evrópusambandið né EACEA geta borið ábyrgð á þeim.
Verkefnanúmer: 2022-1- KA220-SCH-7767B436