UPSTAIRS
Mótun ferlis að fara úr leikskóla í grunnskóla
Hvað er transition2primary
Transition2primary er opið stafrænt svæði sem auðveldar samvinnu milli leik- og grunnskólasamfélagsins. Þessi síða inniheldur safn verkefna, ábendingar og stuðningsefni fyrir starfsfólk skóla og foreldra til að styðja við tilfærslur barna á milli skólastiga. Markmiðið er að þróa barnmiðaðan samstarfsgrundvöll sem mun veita börnum nauðsynlega færni til að takast á við nýja umhverfið.
Hvernig getum við aðstoðað?
Hér eru áætlanir, verkefni og leiðbeiningar til að styðja við tilfærslu yfir í grunnskóla með tilliti til aðstæðna. Að auki má finna kennslufræðilegt ítarefni og leiðbeiningar við tilfærsluna. Allt efni byggir á faglegri þekkingu, forprófunum og reynslu þeirra sem koma að verkefninu.
VIÐ BJÓÐUM: KENNSLUFRÆÐILEGT GAGNASAFN , LEIÐBEININGAR FYRIR ÞJÁLFUN, VINNUSMIÐJUR, LEIÐSÖGN OG STAÐ FYRIR…
Fagmenntun og umönnun ungra barna
Fagfólk í leik- og grunnskóla
Foreldrar
Skólastjórnendur
Hvað er á síðunni?
Megin markmið UPSTAIRS verkefnisins eru rannsóknir og samvinna til að móta aðferðafræði, verkfæri og rafrænt námsefni sem gerir börnum í leikskólum og aðstandendum kleift að þróa tilskilda færni fyrir tilfærslu þeirra yfir á grunnskólastig og breyta þannig streituvaldandi tímabili yfir í skapandi reynslu.
Forsendur
Ákveðið var að búa til skipulagðan vinnuramma með leiðbeiningum fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla til að draga úr þeim áskorunum sem börn takast á við í tengslum við tilfærslu milli skólastiga. Þannig er stutt við vellíðan hjá hverju barni og ýtt undir aðlögunarhæfni, sjálfstæði og seiglu.
Stöðugt samráð
Til að virkja alla aðila leik- og grunnskólasamfélagsins þróar UPSTAIRS verkefnið samstarfsgrundvöll milli leikskóla, grunnskóla og foreldra til að styðja við og þróa einstaklingsmiðaða samvinnu þar sem barnið er í forgrunni.
Sameiginleg námssýn
Til að brúa bil milli skólastiga og gera tilfærsluna eins eðlilega og kostur er, vinna skólastigin saman að mótun námssýnar sem tengir saman kennslufræði leik-og grunnskóla og viðheldur þannig samfellu menntunar.
Um:
UPSTAIRS verkefnið er styrkt af Erasmus+ og miðar að skapandi tilfærslu milli skólastiga, sem leiðir af sér hamingjusöm og sjálfsörugg börn.
Erasmus+
Styrkt af Evrópusambandinu. Álit og skoðanir sem settar eru fram eru í nafni höfunda og endurspegla ekki endilega skoðanir Evrópusambandsins eða Framkvæmdastofnunar Evrópu um mennta- og menningarmál (EACEA). Hvorki Evrópusambandið né EACEA geta borið ábyrgð á þeim.
Verkefnanúmer: 2022-1- KA220-SCH-7767B436